Lífið

Sarah Brightman komin úr fimm ára hléi

Sarah Brightman.
Sarah Brightman.

Ástsæla söngkonan Sarah Brightman gefur út fyrsta disk sinn í fimm ár í þessum mánuði. Meðal þeirra sem flytja lögin á disknum, sem ber titilinn Symphony, með Sarah eru ítalski tenórinn Andrea Boccelli, Fernando Lima og rokkaranum Paul Stanley, úr hljómsveitinni Kiss.

„Ég vildi bara draga mig í hlé frá öllu sem ég var að gera og fara út í eitthvað allt annað," sagði Sarah um hlé sitt frá tónlistinni. „Það tekur auðvitað svolítinn tíma," segir Brightman.

Sarah Brightman verður 48 ára gömul á þessu ári. Hún sló í gegn, átján ára gömul, sem söngvari hljómsveitarinnar Hot Gossip. Hún er fyrrverandi eiginkona Andrew Lloyd Webber og tók þátt í uppfærslu á verki hans Phantom of the Opera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.