Innlent

Skólahaldi aflýst í Grindavík vegna veðurs

Mikil ófærð er í Grindavík þessa stundina og hefur skólahaldi verið frestað fram að hádegi vegna veðurs. Björgunarsveitamenn í Björgunarsveitinni Þorbirni hafa verið að störfum frá því klukkan fimm í morgun við að aðstoða ökumenn við að komast leiðar sinnar.

Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri í Grunnskólanum í Grindavík segir að ákveðið hafi verið að aflýsa skólahaldi fram til hádegis. Síðar í dag verði tekin ákvörðun um það hvort að skólahald verði hjá nemendum á miðstigi og elsta stigi skólans eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×