Innlent

Sveitt í tölvuleikjakeppni

Um þrjúhundruð manns spiluðu tölvuleiki í Egilshöll um helgina.
Um þrjúhundruð manns spiluðu tölvuleiki í Egilshöll um helgina. MYND/Stöð 2

Um þrjú hundruð ungmenni hafa setið sveitt frá því á föstudag og keppt í tölvuleikjum í Egilshöll.

Mótið hófst á föstudaginn og því lýkur í kvöld. Flestir keppendanna eru á aldrinum fjórtán til tuttugu ára. Á mótinu eru það lið sem etja kappi í tölvuleikjunum.

Margir keppendanna hafa verið í Egilshöll meira og minna alla helgina og mátti í dag sjá að fæstir höfðu haft mikinn tíma til að taka til í kringum sig.

Rúmlega þrjúhundruð þátttakendur eru á mótinu, langflestir þeirra eru strákar en aðeins tveir þeirra eru stelpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×