Lífið

Kynlíf Mosleys ekki tengt nasisma

Max Mosley vann dómsmál gegn News of the World.
Max Mosley vann dómsmál gegn News of the World.

Max Mosley, forseti Alþjóðasambands akstursíþrótta, vann dómsmál sem hann höfðaði gegn breska blaðinu News of the World vegna skrifa um kynlíf hans sem sagt var að bæri með sér nasiskan undirtón.

Æðri dómstóll úrskurðaði að News of the World hefði rofið friðhelgi einkalífs Mosleys og úrskurðaði að hann skyldi frá 60 þúsund pund í skaðabætur. Mosley viðurkenndi að hafa tekið þátt í afbrigðilegu kynlífi með fimm vændiskonum en neitaði að það hefði haft nasiskan undirtón.

Frásögn blaðsins var byggð á leyndu myndskeiði frá einni þeirra kvenna sem tók þátt í kynlífinu með Mosley í íbúð í London í mars. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að kynlífið hefði ekki haft nasiska skírskotun og að þátttakendur hefðu ekki lítilsvirt minningu þeirra sem fórust í helförinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.