Fótbolti

Verð besti stjóri í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona vill verða stjóri í Englandi.
Eric Cantona vill verða stjóri í Englandi. Nordic Photos / Getty Images

Sjálfstraustið og hrokinn í Eric Cantona hefur ekkert minnkað þótt að það séu meira en tíu ár liðin síðan að hann lagði skóna á hilluna.

Cantona hefur ekki áhuga á að taka við franska landsliðinu þótt að hann haldi því fram að hann myndi gera miklu betri hluti en fyrrverandi þjálfari Raymond Domenech eða líklegur eftirmaður hans, Didier Deschamps.

„Ég ætla að snúa aftur í ellefu manna fótbolta til að verða besti stjóri í heimi. Ég ætla nálgast starfið eins og listamaður og gefa fótboltanum eitthvað nýtt," sagði Cantona kokhraustur en hann hefur þjálfað franska strandfótboltalandsliðið að undanförnu.

„Auðvitað væri ég langbesti kosturinn til þess að taka við franska landsliðinu. Deschamps mun bara taka upp þráðinn frá Domenech en undir minni stjórn myndi liðið spila miklu fallegri fótbolta," sagði Cantona sem vill stjórna Man. Utd eða enska landsliðinu í næstu framtíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×