Seinka jólaopnun í verslunarmiðstöðvum vegna kreppu 16. október 2008 12:14 Stóru verslunarmiðstöðvarnar hafa ákveðið að seinka jólaopnun í desember um nokkra daga vegna kreppunnar. Kaupmenn eru þó bjartsýnir að jólaverslun verði með besta móti í ár. Minnkandi kaupmáttargeta almennings samfara hruni krónunnar og vaxandi verðbólgu kann að setja sitt mark á innlenda verslun. Kaupmenn hafa nú ákveðið að bregðast við þessum aðstæðum með því að seinka hefðbundinni jólaopnun í desember um nokkra daga. Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir að menn hafi talið ráðlegt eftir samráð við marga verslunareigendur að fara þá leið til að draga úr kostnaði. „Langur opnunartími hefur alltaf í för með sér mikinn launakostnað og annað slíkt þannig að við ákváðum að fara þessa leið," segir Henning. Í sama streng tekur framkvæmdastjóri Kringlunnar, Sigurjón Örn Þórsson. Þetta sé hluti af því að hagræða í ljósi aðstæðna. Kaupmenn í Kringlunni verði fyrir barðinu á ástandinu eins og aðrir „en það má þó ekki gleyma því að aðsókn í húsinu er með mjög svipuðum hætti og hefur verið áður þannig að við erum ekki að vera fyrir barðinu á því að það koma færri gestir í húsið," segir Sigurjón. Veiking krónunnar kann þó að hafa jákvæð áhrif á innlenda verslun að mati kaupmanna. „Það hefur farið mikil jólaverslun fram erlendis undanfarin ár og ég hef trú á því að hún skili sér inn í landið því Íslendingar halda jú alltaf jólin og ég geri ráð fyrir því að við gerum það áfram," segir Sigurjón. Henning segir menn mjög bjartsýna á jólaverslun þrátt fyrir ástandið. „Það eru ýmiss teikn á lofti. Dagurinn í dag er að vísu ekki auðveldur en ef maður horfir nokkrar vikur fram í tímann og svona til næstu missera þá sjáum við fram á það að Íslendingar muni versla heima fyrir jólin og það er bara hið besta mál," segir Henning. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Stóru verslunarmiðstöðvarnar hafa ákveðið að seinka jólaopnun í desember um nokkra daga vegna kreppunnar. Kaupmenn eru þó bjartsýnir að jólaverslun verði með besta móti í ár. Minnkandi kaupmáttargeta almennings samfara hruni krónunnar og vaxandi verðbólgu kann að setja sitt mark á innlenda verslun. Kaupmenn hafa nú ákveðið að bregðast við þessum aðstæðum með því að seinka hefðbundinni jólaopnun í desember um nokkra daga. Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir að menn hafi talið ráðlegt eftir samráð við marga verslunareigendur að fara þá leið til að draga úr kostnaði. „Langur opnunartími hefur alltaf í för með sér mikinn launakostnað og annað slíkt þannig að við ákváðum að fara þessa leið," segir Henning. Í sama streng tekur framkvæmdastjóri Kringlunnar, Sigurjón Örn Þórsson. Þetta sé hluti af því að hagræða í ljósi aðstæðna. Kaupmenn í Kringlunni verði fyrir barðinu á ástandinu eins og aðrir „en það má þó ekki gleyma því að aðsókn í húsinu er með mjög svipuðum hætti og hefur verið áður þannig að við erum ekki að vera fyrir barðinu á því að það koma færri gestir í húsið," segir Sigurjón. Veiking krónunnar kann þó að hafa jákvæð áhrif á innlenda verslun að mati kaupmanna. „Það hefur farið mikil jólaverslun fram erlendis undanfarin ár og ég hef trú á því að hún skili sér inn í landið því Íslendingar halda jú alltaf jólin og ég geri ráð fyrir því að við gerum það áfram," segir Sigurjón. Henning segir menn mjög bjartsýna á jólaverslun þrátt fyrir ástandið. „Það eru ýmiss teikn á lofti. Dagurinn í dag er að vísu ekki auðveldur en ef maður horfir nokkrar vikur fram í tímann og svona til næstu missera þá sjáum við fram á það að Íslendingar muni versla heima fyrir jólin og það er bara hið besta mál," segir Henning.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira