Arnar: Kominn tími til að Blikar taki bikar Elvar Geir Magnússon skrifar 25. júlí 2008 13:28 Breiðabliksliðið hefur verið á flugi og vann stórsigur á ÍA í síðasta deildarleik. Breiðabliksliðið hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Liðið hefur þótt spila skemmtilegan fótbolta og þá hafa nokkrir kornungir og efnilegir leikmenn vakið mikla athygli. Sú fjölmiðlaumfjöllun sem hefur verið í gangi hefur þó ekki stigið þeim til höfuðs og liðið hefur haldið áfram á beinu brautinni. Arnar Grétarsson, fyrirliði Blika, segir það sýna úr hverju þessir strákar séu gerðir. „Þeir hafa mjög gaman að þessu strákarnir. En það er merkilegt hvað þeim hefur tekist að halda löppunum á jörðinni og spilað vel. Við erum með kornunga stráka, gutta á aldrinum 17-19 ára, sem hafa verið að spila frábærlega," sagði Arnar. „Þeir hafa vakið mikla athygli og það hefði ekkert verið skrýtið eftir að öll þessi athygli fór að beinast að þeim að það hefði komið bakslag. En það hefur ekki gerst og þetta sýnir bara úr hverju þeir eru gerðir. Það er frábært fyrir okkur því þeir eiga stóran þátt í því sem við höfum verið að gera." Í dag var dregið í undanúrslit VISA-bikarsins og mun Breiðablik mæta KR. „Við hefðum alveg viljað sleppa við KR-ingana en við höfum farið frekar erfiða leið í keppninni. Eftir að hafa lagt KA höfum við mætt Val og síðast Keflavík. Dagsformið mun ráða úrslitum í leiknum, það er bara þannig. Í bikarleikjum er þetta bara spurningin um stemninguna," sagði Arnar. „Við leggjum mikla áherslu á bikarinn. Þetta er stysta leið til að taka dollu og félagið hefur aldrei neitt í karlaflokki. Okkur finnst tími til að breyta því. Við teljum okkur hafa mannskap til að fara alla leið. En þá þarf lukkan að vera með okkur og við þurfum að eiga toppleik." Næsti leikur Blika er hinsvegar í deildinni gegn Þrótti. „Eins og staðan er í dag þá erum við ekkert með það markmið að verða Íslandsmeistarar í ár. En leikurinn á mánudag er mikilvægur og ef við vinnum hann komum við okkur í enn betri stöðu og þá fækkar leikjunum sem eftir er. Ef hin liðin tapa einhverjum stigum þá nálgumst við toppinn," sagði Arnar. „Við tökum bara hvern leik fyrir sig og teljum í lokin." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Breiðabliksliðið hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Liðið hefur þótt spila skemmtilegan fótbolta og þá hafa nokkrir kornungir og efnilegir leikmenn vakið mikla athygli. Sú fjölmiðlaumfjöllun sem hefur verið í gangi hefur þó ekki stigið þeim til höfuðs og liðið hefur haldið áfram á beinu brautinni. Arnar Grétarsson, fyrirliði Blika, segir það sýna úr hverju þessir strákar séu gerðir. „Þeir hafa mjög gaman að þessu strákarnir. En það er merkilegt hvað þeim hefur tekist að halda löppunum á jörðinni og spilað vel. Við erum með kornunga stráka, gutta á aldrinum 17-19 ára, sem hafa verið að spila frábærlega," sagði Arnar. „Þeir hafa vakið mikla athygli og það hefði ekkert verið skrýtið eftir að öll þessi athygli fór að beinast að þeim að það hefði komið bakslag. En það hefur ekki gerst og þetta sýnir bara úr hverju þeir eru gerðir. Það er frábært fyrir okkur því þeir eiga stóran þátt í því sem við höfum verið að gera." Í dag var dregið í undanúrslit VISA-bikarsins og mun Breiðablik mæta KR. „Við hefðum alveg viljað sleppa við KR-ingana en við höfum farið frekar erfiða leið í keppninni. Eftir að hafa lagt KA höfum við mætt Val og síðast Keflavík. Dagsformið mun ráða úrslitum í leiknum, það er bara þannig. Í bikarleikjum er þetta bara spurningin um stemninguna," sagði Arnar. „Við leggjum mikla áherslu á bikarinn. Þetta er stysta leið til að taka dollu og félagið hefur aldrei neitt í karlaflokki. Okkur finnst tími til að breyta því. Við teljum okkur hafa mannskap til að fara alla leið. En þá þarf lukkan að vera með okkur og við þurfum að eiga toppleik." Næsti leikur Blika er hinsvegar í deildinni gegn Þrótti. „Eins og staðan er í dag þá erum við ekkert með það markmið að verða Íslandsmeistarar í ár. En leikurinn á mánudag er mikilvægur og ef við vinnum hann komum við okkur í enn betri stöðu og þá fækkar leikjunum sem eftir er. Ef hin liðin tapa einhverjum stigum þá nálgumst við toppinn," sagði Arnar. „Við tökum bara hvern leik fyrir sig og teljum í lokin."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira