Innlent

SI vilja að aðföng og hráefni fyrir iðnað verði tryggð

MYND/Teitur

Samtök iðnaðarins hafa óskað eftir því við Seðlabanka Íslands og bankastofnanir að gjaldeyrisskömtun sem gripið var til á föstudag bitni ekki íslenskum iðnaði sem í senn spari og afli þjóðinni nauðsynlegs gjaldeyris.

Fram kemur í tilkynningu Samtaka iðnaðarins að íslenskur iðnaður spari gjaldeyri þegar hann keppi við og komi í stað innflutts varnings. Hann afli gjaldeyris þegar hann flytji út vörur og selji á erlendum markaði. Þess vegna sé afar brýnt að iðnaðurinn fái nauðsynleg aðföng og hráefni til starfsemi sinnar „því við megum síst við því að starfsemi íslensks iðnaðar raskist við þessar aðstæður," segja Samtök iðnaðarins.

Gjaldeyrisviðskipti við útlönd eru enn í sama fari og fyrri helgi og fengust þau svör hjá Seðlabankanum að tilkynning bankans frá því á föstudag um gjaldeyrishöft væri enn í gildi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×