Innlent

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins víkur ekki

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Mynd/ Rósa.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins þarf ekki að víkja sæti við rannsókn á ætluðum brotum Mjólkursamsölunnar gegn samkeppnislögum, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar í dag. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að forstjórinn skyldi víkja.

Mjólkursamsalan taldi vafa leika á óhlutdrægni forstjórans vegna tiltekinna ummæla sem höfð voru eftir honum opinberlega og fór því fram á að hann myndi víkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×