Lífið

Öryggismálaáðgjafi Bush-stjórnar flaskar á landafræðinni

Nepal - Tíbet? Löndin tvö liggja kannski hlið við hlið, en eiga ekki svo margt sameiginlegt fyrir utan það. Það gleymdist hinsvegar að segja Stephen Hadley öryggismálaráðgjafa Bandaríkjastjórnar það.

Hadley var í viðtali á ABC sjónvarpsstöðinni að svara fyrir það hvort Bush stjórnin myndi sniðganga Ólympíuleikana vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Að pólitíkusa sið sneiddi hann fimlega hjá spurningum um hvort Bush myndi mæta á opnunarhátíð leikanna til að mótmæla.

Hann sagði að bandarísk stjórnvöld væru að gera það sem þau teldu að aðrar þjóðir heims ættu að gera - ræða beint við kínversk yfirvöld um ástandið í Nepal. Enda væri afar mikilvægt að Kínverjar áttuðu sig á því að heimurinn væri að fylgjast með því hvernig þeir færu með þegna sína - í Nepal. Þáttastjórnandinn virðist ekki hafa sinnt heimavinnunni, en hann hvorki hikstar, né gerir tilraun til að leiðrétta öryggismálaráðgjafann.

Viðtalið má skoða hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.