Lífið

Keyrði kærleiksbíl fyrir pabba á Gay Pride - myndir

Lára Ómarsdóttir
Lára Ómarsdóttir

„Þetta var bara æðislegt. Alveg rosalega gaman," svarar Lára Ómarsdóttir fjölmiðlafulltrúi Iceland Express þegar Vísir spyr hana út í þátttöku hennar í Gleðigöngu Hinsegin daga, eða Gay Pride göngunni, síðasta laugardag.

„Það sem er svo gaman við gönguna er hvað það ríkir mikil gleði og öll brosin á öllum sem taka þátt."

Beggi og Pacas létu sig ekki vanta í gleðigöngu Gay Pride um helgina.

„Ég var á bílnum sem pabbi (Ómar Ragnarsson) á sem er ástarbíll. Pabbi hefur verið í göngunni í nokkur ár og hefur verið á minnsta bíl landsins, Fíatnum."

„Nú er hann nýbúinn að fá sér ástarbíl og langaði að hafa hann með í göngunni því þetta er kærleiksbíll mikill og á svo mikið heima í göngunni."

„Pabbi spurði hvort ég gæti ekki keyrt hann og ég var mjög ánægð og stolt að fá að gera það. Þetta var mikill heiður. Ég keyrði dragdrottninguna og svo skemmtilega vill til að hún er líka að vinna hjá Iceland Express," segir Lára eldhress.

Meðfylgjandi eru fleiri myndir frá Gay Pride göngunni í ár.

Ómar Ragnarsson keyrði dragkónginn á Fíatnum, minnsta bíl Íslands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.