Erlent

Tugþúsundir fastar á bandarískum flugvöllum

Tugþúsundir ferðalanga í Bandaríkjunum eru strandaglópar á flugvöllum víða um landið eftir að ráðamenn American Airlines aflýstu nærri eitt þúsund flugferðum í dag og enn fleiri ferðum í gær.

Tilgangurinn er að laga galla sem hefur komið í ljós í vængjum MD-80 flugvéla, sem gæti valdið skammhlaupi og jafnvel eldsvoða eða sprengingu. Um er að ræða rafmagnsvíra sem festir eru saman á ótryggan hátt.

Flugfélagið taldi sig hafa komist fyrir vandann í síðasta mánuði en þegar sérfræðingar flugmálayfirvalda könnuðu málið fyrr í þessari viku kom í ljós að svo var ekki. Aflýsing flugferða í dag hefur áhrif á um eitt hundrað þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×