Innlent

Hæstiréttur sneri sekt í sýknu

Hæstiréttur sýknaði í dag 26 ára karlmann af ákærum um alvarlega líkamsárás en honum var gefið að sök að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórglasi fyrir utan Hverfisbarinn árið 2005.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en Hæstiréttur sneri þeim dóm í sýknu í dag.

Ákærði hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og sagt að annar maður sé ábyrgur fyrir árásinni. Sá maður bar fyrir dómi að hann hafi lent í einhverjum stympingum fyrir utan Hverfisbarinn og verið þá með bjórglas í hendi sem farið hafi eitthvað. Hann vissi ekki hvert.

Hæstiréttur ákvað því að sýkna ákærða af ákærum þar sem ekki var kominn fram lögfull sönnun á sekt hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×