Innlent

Vilhjálmur: Forysta flokksins kom ekki að ákvörðun minni

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

"Forysta Sjálfstæðisflokksins kom ekki að þessari ákvörðun minni," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um þá ákvörðun hans að láta af embætti sem oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

"Ég tók þá ákvörðun í samráði við mína fjölskyldu án þess að nokkur í flokksforystunni kæmi þar nálægt," segir Vilhjálmur. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöld að það væri ekki við hæfi að hann tjáði sig um aðkomu sína að ákvörðun Vilhjálms en miðað við orð Vilhjálms sjálfs þá kom formaður flokksins ekki að þessari ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×