Lífið

Er Gísli Marteinn kominn í útrás?

Óli Tynes skrifar
Á þessari mynd er Gísli Marteinn ekki að sýna línurit yfir fjölgun máva í Skotlandi.
Á þessari mynd er Gísli Marteinn ekki að sýna línurit yfir fjölgun máva í Skotlandi.

Frá Edinborg berast þær fréttir að skosk yfirvöld hafi sagt mávum stríð á hendur. Í Edinborg er nú staddur Gísli Marteinn Baldursson sem hafði forgöngu um fækkun máva í Reykjavík á sínum tíma.

Í frétt Reuters er þess ekki getið hvort Gísli Marteinn hafði haglarann með sér til Edinborgar. Hinsvegar er haft eftir umhverfisráðherra Skotlands að mávar ógni skoskum borgum og bæjum.

Þeir lifi á úrgangi og verði sífellt árásargjarnari. Þeir ráðist á aðra fugla, gæludýr og jafnvel fólk.

Ráðherrann sagðist hafa heyrt af ungum blaðburðardreng í bænum Dumfries sem hafi þurft að hætta að bera út blöð vegna stöðugra loftárása.

Sérsveit verður stofnuð til þess að berjast við mávana. Hún mun hefja árásir um varptímann á næsta ári með því að steypa undan fuglinum og hrekja hann á brott með öllum tiltækum ráðum.

Það er spurning hvort verður einhver Íslendingur í sérsveitinni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.