Íslenski boltinn

Besta liðið varð meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur fagnar með þeim Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, og Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH.
Ólafur fagnar með þeim Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, og Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH. Mynd/E. Stefán
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var meðal áhorfenda í Árbænum í gær enda FH-ingur í húð og hár. Hann vann þrjá Íslandsmeistaratitla með liðinu og einn bikarmeistaratitil sem þjálfari liðsins.

„Þetta er auðvitað frábært fyrir þá. Ég samfagnast þeim enda er ég FH-ingur."

Hann sagðist ekki í vafa um að FH-ingar myndu klára sitt verkefni í Árbænum.

„Við klúðruðum mótinu í fyrra og þeir ætluðu sér ekki að gera það aftur. Ef Keflavík myndi misstíga sig var ég handviss um að þeir myndu klára sinn leik, sama hvað."

Hann skilur þó vel vonbrigði Keflvíkinga. „Auðvitað eru þetta mikil vonbrigði fyrir þá. Þeir spiluðu frábærlega í sumar en því miður fyrir þá gekk þetta ekki upp. En ég tel að besta liðið hafi orðið meistari í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×