Enski boltinn

Góður sigur Wigan á City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee Cattermole reynir að ná boltanum af Robinho.
Lee Cattermole reynir að ná boltanum af Robinho. Nordic Photos / AFP
Wigan vann í dag 2-1 sigur á Manchester City í lokaleik sjöttu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Antonio Valencia kom City yfir strax á sextándu mínútu en öll mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik. Valencia skoraði glæsilegt mark með skoti utan teigs sem hafnaði efst í markhorninu fjær.

Fáeinum mínútum síðar jafnaði City metin. Elano tók aukaspyrnu frá hægri en boltinn fór beint fyrir fætur Vincent Kompany sem náði að stýra knettinum í netið af stuttu færi.

Wigan skoraði svo sigurmarkið í leiknum úr vítaspyrnu sem var dæmd á Javier Garrado eftir viðskipti sín við Wilson Palacios, sem virtist reyndar ýkja brotið ansi gróflega - í besta falli.

City missti þar með af tækifæri til að komast upp í fjórða sæti og er nú í áttunda sæti með níu stig. Wigan er í því tíunda með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×