Íslenski boltinn

Pétur snýr aftur til KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson. Mynd/E. Stefán

Pétur Pétursson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, mun taka við starfi Sigursteins Gíslasonar sem aðstoðarmaður Loga Ólafssonar þjálfara KR.

Pétur mun einnig þjálfa 2. flokk KR en þetta kemur fram á fótbolti.net í dag. Pétur var aðalþjálfari KR frá 2000 fram á mitt sumar 2001. Hann lék einnig með KR árum áður.

Sigursteinn Gíslason hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Leiknis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×