Erlent

Flugmaður UA grunaður um ölvun

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Lögregla í Bretlandi handtók í gær flugstjóra á vegum bandaríska flugfélagsins United Airlines um borð í einni véla félagsins á Heathrow-flugvelli vegna gruns um ölvun.

Fram kemur á fréttavef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar að áfengismæling hafi leitt í ljós að áfengi var í blóði hans en hann hugðist fljúga vélinni til San Francisco. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur en hann á að mæta aftur til lögreglu í byrjun næsta árs.

United Airlines sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að flugmanninum hefði verið vikið frá störfum þar til rannsókn málsins yrði lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×