Lífið

Ég leik ekki í klámsýningu, segir Harry Potter

Daniel Radcliffe.
Daniel Radcliffe.

Leikarinn Daniel Radcliffe, sem varð heimsþekktur fyrir að leika galdrastrákinn Harry Potter, mætti snemma á sunnudagsmorgun í Broadhurst leikhúsið í New York, í fylgd lífvarðar, þegar æfingar á leikritinu Equus hófust.

Þar leikur Daniel, 17 ára dreng, Alan Strang, sem í lok sýningarinnar stendur kviknakinn á sviðinu í 7 mínútur samfleytt.

„Breskar og bandarískar mæður hafa tekið höndum saman og mótmælt því að ég taki að mér hlutverkið og hóta að mæta ekki á sýninguna," segir Daniel og bætir við:

„Ég segi við þær að það sé bara allt í lagi. Svo er þetta alls ekki klámsýning þó ég sprangi um allsnakinn á sviðinu. Ég minni á að ég er orðinn 19 ára gamall."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.