Erlent

Saknað eftir hákarlaárás í Ástralíu

Frá Rockingham-ströndinni í vesturhluta Ástralíu.
Frá Rockingham-ströndinni í vesturhluta Ástralíu.

Óttast er að karlmaður á sextugsaldri hafi orðið fyrir hákarlaárás við vesturströnd Ástralíu í morgun. Maðurinn var í sjónum með 24 ára gömlum syni sínum þegar hann hvarf skyndilega og sjórinn varð rauður á litinn. Skömmu áður hafði sést til hákarls á sveimi í kringum fiskibáta.

Hákarlaárásir eru ekki algengar á Rockingham-ströndinni sem er tíu kílómetra löng og vinsæll ferðamannastaður.

Mannsins er nú leitað af bátum á sjó og úr lofti með þyrlum. Vonir til að finna manninn á lífi eru sagðar litlar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×