Lífið

Ólafur Elíasson hannar fossa í New York

Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til að hanna fossa í East River ánni í New York borg. Fossarnir munu standa í höfninni á Manhattan, við enda Brooklyn brúarinnar, og við bryggjuna í Brooklyn og á Governors Island. Fossarnir fjórir verða á bilinu 30 til 40 metra háir, og eru hannaðir til að vera eins umhverfisvænir og hægt er.

Áætlað er að gerð fossanna kosti fimmtán milljónir dollara, og verða þeir að fullu fjármagnaðir af einkaaðilum. Hagfræðistofnun borgarinnar telur að fossarnir munu skila 50 milljónum dollara í auknar tekjur til borgarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.