Lúxussnekkja Saddams til sölu á Íslandi Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 15. janúar 2008 12:45 Snekkjan er 82.2 metra löng. Til samanburðar er varðskipið Óðinn 63,68 M þar sem hann er lengstur. Lúxussnekkja Saddams Husseins, sem Vísir greindi frá að væri til sölu á dögunum, er nú skráð á sölu hjá Viðskiptahúsinu. „Þetta var bara gert í góðu gríni" segir Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna og skipasali hjá Viðskiptahúsinu. „Mér þótti þetta bara fyndin frétt." Vilhjálmur fann myndir á netinu og skellti snekkjunni inn á vefinn, með orðalagi sem kannski er ekki alveg hefðbundið í heimi skipasölu. Skútunni er lýst svo: „Dollan státar meðal annars af þyrlupalli og um borð er sagður allur sá lúxus sem nokkur maður getur óskað sér." Þá er hún sögð geta verið farkostur fyrir óvinsæla menn, því allir gluggar séu með skotheldu gleri og hægt sé að setja upp þungar vélbyssur víðsvegar meðfram borðstokknum. Innanhúshönnuninni gæti verið lýst sem „Dictator chic“ En öllu gríni fylgir einhver alvara. Þó Viðskiptahúsið sé ekki með beint umboð fyrir snekkjunni, þá getur það haft umsjón með kaupunum hafi fólk áhuga á lúxusfleyinu. „Það er í sjálfu sér ekkert mikið fyrirtæki, við gerum þetta alla daga og erum með réttindi og þekkingu til." segir Vilhjálmur. Hafi fólk áhuga á ákveðnu skipi sér Viðskiptahúsið því um að setja sig í samband við eigendur, og hafa umsjón með sölunni. Fólk þarf þó að eiga krónu eða tvær í banka, en ásett verð á fleyinu er 2,1 milljarður. Þá er ótalinn kostnaður vegna viðhalds og launa. Vilhjálmur segir ekki fjarri lagi að tíu manns þurfi í vinnu við að viðhalda skipinu og sigla því. Þreytist menn á göngutúr um skipið er hægt að horfa á sjónvarpið eða njóta útsýnisins.Hann sér þó fyrir sér að skútan gæti nýst hér heima. ,,Nú er gríðarlega aukinn áhugi á Íslandi sem ferðamannalandi. Væri ekki grundvöllur fyrir því að selja lúxussiglingar hringinn kringum landið?, spyr Vilhjálmur. „Þessi væri kjörin í svoleiðis" Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Lúxussnekkja Saddams Husseins, sem Vísir greindi frá að væri til sölu á dögunum, er nú skráð á sölu hjá Viðskiptahúsinu. „Þetta var bara gert í góðu gríni" segir Vilhjálmur Ólafsson, fasteigna og skipasali hjá Viðskiptahúsinu. „Mér þótti þetta bara fyndin frétt." Vilhjálmur fann myndir á netinu og skellti snekkjunni inn á vefinn, með orðalagi sem kannski er ekki alveg hefðbundið í heimi skipasölu. Skútunni er lýst svo: „Dollan státar meðal annars af þyrlupalli og um borð er sagður allur sá lúxus sem nokkur maður getur óskað sér." Þá er hún sögð geta verið farkostur fyrir óvinsæla menn, því allir gluggar séu með skotheldu gleri og hægt sé að setja upp þungar vélbyssur víðsvegar meðfram borðstokknum. Innanhúshönnuninni gæti verið lýst sem „Dictator chic“ En öllu gríni fylgir einhver alvara. Þó Viðskiptahúsið sé ekki með beint umboð fyrir snekkjunni, þá getur það haft umsjón með kaupunum hafi fólk áhuga á lúxusfleyinu. „Það er í sjálfu sér ekkert mikið fyrirtæki, við gerum þetta alla daga og erum með réttindi og þekkingu til." segir Vilhjálmur. Hafi fólk áhuga á ákveðnu skipi sér Viðskiptahúsið því um að setja sig í samband við eigendur, og hafa umsjón með sölunni. Fólk þarf þó að eiga krónu eða tvær í banka, en ásett verð á fleyinu er 2,1 milljarður. Þá er ótalinn kostnaður vegna viðhalds og launa. Vilhjálmur segir ekki fjarri lagi að tíu manns þurfi í vinnu við að viðhalda skipinu og sigla því. Þreytist menn á göngutúr um skipið er hægt að horfa á sjónvarpið eða njóta útsýnisins.Hann sér þó fyrir sér að skútan gæti nýst hér heima. ,,Nú er gríðarlega aukinn áhugi á Íslandi sem ferðamannalandi. Væri ekki grundvöllur fyrir því að selja lúxussiglingar hringinn kringum landið?, spyr Vilhjálmur. „Þessi væri kjörin í svoleiðis"
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Skemmtilegsti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“