Erlent

Fyrstu þingkosningar í 443 ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rólegheitabragur er yfir lífinu á Sark.
Rólegheitabragur er yfir lífinu á Sark. MYND/Telegraph

Íbúar Ermarsundseyjarinnar Sark gengu til kjörklefanna í gær og kusu sér nýtt þing. Þetta væri ef til vill ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að þetta eru fyrstu kosningarnar þar í 443 ár, eða síðan Elísabet I Englandsdrottning setti lénsherra yfir eyjuna árið 1565 en lénskerfi hefur haldið velli þar síðan og 28 þingsæti gengið í erfðir innan sömu fjölskyldnanna.

Þetta breyttist núna þegar 474 kjósendur nýttu sér atkvæðisréttinn en í framboði voru 57 manns, tíundi hluti þeirra 600 sem eyjuna byggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×