Innlent

Bæjarskipulagið fer ekki í frí

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Kársnes.
Kársnes.

Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Örnu Harðardóttir, formanns Betri byggðar á Kársnesi, varðandi fundarboð og tímasetningar kynningarfundar sem haldinn verður í kvöld þar sem framtíðarskipulag Kársness verður kynnt.

,,Bæjarskipulagið er ekki fríi og miðað við reynsluna frá því í fyrra er þetta kannski fyrirtaks tími fyrir íbúa til að hafa áhrif," segir Þór sem reiknar með fjölmenni á fundinum.

Í kjölfar mótmæla íbúa og ríflega 2000 athugasemda dró Kópavogsbær í fyrra til baka skipulagstillögur sínar varðandi Kársnes.

Þór segir að fundurinn í kvöld eigi ekki að hafa farið fram neinum. Á föstudaginn hafi birtst heilsíðuauglýsingar í tveimur dagblöðum og sama dag hafi verið borið út dreifibréf til íbúa Kársness.

Fundurinn fer fram í skemmu við Vesturvör 32b á Kársnesi og hefst klukkan 20.






Tengdar fréttir

Blaut tuska framan í íbúa Kársness

Formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×