Íslenski boltinn

Fleiri mörk skoruð

Elvar Geir Magnússon skrifar

Það sem af er móti í Landsbankadeild karla hafa leikmenn reimað vel á sig skotskóna en að meðaltali hafa verið skoruð 3,06 mörk að meðaltali í leikjunum 72 í sumar.

Í fyrra voru skoruð að meðaltali 2,99 mörk að í Landsbankadeild karla. Þetta er með allra mesta móti en árið 1997 voru skoruð 3,07 mörk að meðaltali í deildinni. Flest komu mörkin í síðustu umferð, þeirri tólftu í röðinni en þá voru skoruð 26 mörk í leikjunum sex. Í fyrstu umferðinni og þeirri fimmtu voru skoruð 24 mörk. Fæst hafa mörkin verið 13 í umferð og hefur það gerst þrisvar sinnum.

Flest voru mörkin í 3-6 sigri Grindavíkur á Breiðablik í fjórðu umferð og tvisvar sinnum hefur verið boðið upp á átta marka leiki. Hingað til hafa tveir leikir endað með markalausu jafntefli en þeir voru fimm á síðasta tímabili. Fjögur félög, Fjölnir, KR, Fram og Fylkir hafa enn ekki gert jafntefli í Landabankadeild karla í ár og FH hefur gert eitt 4-4 jafntefli.

Af vefsíðu KSÍ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×