Lífið

Lokaðir í stúdíó að taka upp nýja plötu

Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff who?
Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff who?

„Við erum bara í stúdíóinu að taka upp plötu," svarar Bjarni Lárus Hall betur þekktur sem Baddi, söngvari hljómsveitarinnar Jeff who? þegar Vísir spyr hann frétta.

„Það gengur bara mjög vel. Þetta er allt að koma. Hann Axel Naglbítur er með okkur og við gerum það sem hann segir. Það er mikil eftirvænting hjá bandinu."

„Það er dálítið erfitt að lýsa tónlistinni á nýju plötunni. Það er engin kúvending á tónlistinni okkar en allir textarnir eru á ensku. Platan kemur út í byrjun október. Já, samstarfið gengur mjög vel. Þetta er algjör draumur," segir Baddi aðspurður út í nýju plötuna.

„Við spiluðum á Organ um helgina og það var alveg geðveikt. Á laugardeginum voru skemmtilegustu tónleikar sem við höfum haldið í langan tíma. Bjartmar Guðlaugsson var á undan okkur og fólk var því í svaka stuði. Æðislega gaman, mikill sviti og mikið fjör," segir Baddi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.