Lífið

Mills óskar kærustum Pauls alls hins besta

Heather Mills er samkvæmt úrskurði dómara bannað að ræða eiginmanninn fyrrverandi, Paul McCartney. Hún lætur svoleiðis smámuni þó ekki stöðva sig.

Í viðtali við GMTV í morgun, sínu fyrsta frá því dómur féll í skilnaðarmáli þeirra var hún spurð hvort það væri nýr maður í lífi hennar. Hún vildi greinilega ekki svara spurningunni, en sagði þess í stað: „Ég held að Paul eigi þrjár kærustur, ég óska þeim alls hins besta. Betra það séu þær en ég." McCartney sást nýlega í rómantískri strandferð með hinni bandarísku Nancy Shevell, en þar áður var hann orðaður við leikkonuna Roseönnu Arquette og knapann Tönyu Larrigan.

Skilnaðurinn er kannski að baki, en Mills er alls ekki búinn að gleyma honum. Hún tjáði sig fjálglega um málið í viðtalinu, og hreykti sér meðal annars af frægri senu þar sem hún hellti vatni yfir höfuð lögfræðings Pauls.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.