Erlent

Baráttan fyrir borgarstjóra- kosningarnar í London á fullt skrið

Baráttan fyrir borgarstjórakosningarnar í London þann 1. maí er komin á full skrið.

Valið stendur á milli núverandi borgarstjóra Ken Livingstone, oft kallaður Rauði Ken, og Boris Johnson þingmanns íhaldsflokksins sem þekktur er fyrir húmor sinn og kemur gjarnan fram í gamanþáttum í sjónvarpinu. Þriðji frambjóðandinn er svo Brian Paddick samkynhneigður fyrrum lögreglustjóri sem nýtur stuðnings Elton Johns.

Rauði Ken hefur setið í borgarstjórastólnum undanfarin átta ár. Hann er þekktur fyrir aðdáun sína á Castro fyrrum leiðtoga Kúbu og Hugo Chavez forseta Venesúela. Og hann hefur sagt að George Bush bandaríkjaforseti sé mesta ógnun við heimsfirðinn á okkar dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×