Innlent

Nokkuð um ölvunarakstur í nótt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Talsvert var af fólki í miðbæ Reykjavíkur í nótt en ölvun lítil að sögn lögreglu. Sex manns eru grunaðir um ölvunarakstur eftir nóttina og einn um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Einn þeirra ökumanna sem liggja undir grun um ölvunarakstur er 17 ára stúlka með glænýtt ökuskírteini upp á vasann. Hún var flutt á slysadeild með minni háttar áverka eftir að hafa ekið á umferðarskilti og þarf að sjá á eftir skírteininu um sinn. Í morgun varð umferðaróhapp í Kópavogi sem að sögn lögreglu var ekki alvarlegt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×