Innlent

Sektaður fyrir að hafa valdið ítrekaðri hneykslan á almannafæri

Brotin áttu sér stað á Selfossi.
Brotin áttu sér stað á Selfossi. MYND/E.Ól

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað karlmann um 90 þúsund krónur fyrir að hafa sex sinnum valdið hneykslan á almannafæri vegna ölvunar. Brotin áttu sér stað frá október í fyrra til febrúar í ár.

Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið ýmsum varningi úr Nóatúni á Selfossi, þar á meðal 1944 réttum, pítsu, þorrabakka og öskudagshatti. Greiði maðurinn ekki sekt sína innan fjögurra vikna þarf hann að dúsa í fangelsi í átta daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×