Erlent

Tugir látnir eftir tilræði í Írak

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bandarískir hermenn á vettvangi annars sprengjutilræðis í Kirkuk síðasta laugardag.
Bandarískir hermenn á vettvangi annars sprengjutilræðis í Kirkuk síðasta laugardag. MYND/AFP/Getty Images

Hátt í sextíu létust og yfir hundrað særðust í sjálfsmorðssprengjutilræði á veitingastað í Kirkuk í Norður-Írak í gær. Fundur arabískra og kúrdískra stjórnmálamanna stóð yfir á veitingastaðnum þegar sprengjan sprakk auk þess sem margir voru staddir þar til að fagna múslimahátíðinni Eid al-Adha.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×