Lífið

Vill ekki að pabbi sinn tali við fjölmiðila

Glamúrpían og leikkonan Lindsay Lohan er síður en svo ánægð með föður sinn þessa dagana. Henni finnst óþægilegt þegar hann ræðir við fjölmiðla og segir það koma illa út fyrir sig.

„Það sem ég hef að segja um föður minn er að ég vildi óska þess að hann hætti að tala við fjölmiðla. Það er mér ekki til framdráttar, kemur mér í uppnám og ég vildi að hann myndi hætta því," sagði Lindsay Lohan í samtali við Billy Bush hjá Access Hollywood um föður sinn Michael Lohan.

„Ég held að fólk sé nógu mikið að búa til sögur og að draga athygli að einhverju sem er eki í gangi er algjör óþarfi. Ég hef reynt að segja honum þetta. Ég elska hann en veit ekki hversvegna hann er að gera það sem hann er að gera. Þetta er furðuleg staða."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.