Lífið

Forsetinn kippti sér ekki upp við nektarmyndirnar

Carla Bruni forsetafrú Frakklands hefur hlotið mikla athygli og ekki síður gagnrýni bæði fyrir tónlist sína og fyrirsætustörf.

Hún ræðir opinskátt í september tímariti Vanity Fair um viðbrögð eiginmanns síns, Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, sem hún giftist snemma á árinu eftir örstutt tilhugalíf, við nektarmyndum sem ljósmyndarinn Annie Leibovitz tók af henni.

Bruni fullklædd á forsíðu Vanity Fair.

Bruni segir að forsetinn hafi aldeilis ekki kippt sér upp við það þegar nektarmyndir af henni birtust í fjölmiðlum.

Platan hennar kom út þann 11. júlí en þar syngur hún meðal annars um ástríðufullt samband sitt við forsetann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.