Lífið

Segir Chris Rock víst vera pabbann

Kona sem heldur því fram að Chris Rock sé barnsfaðir sinn er hvergi nærri af baki dottin þó DNA próf hafi afsannað tengsl hans við barnið. Hún ætlar nú að skrifa bók um samband sitt við grínistann.

Konan, Kali Bowyer, sendi nýlega frá sér fréttatilkynningu vegna bókarinnar, sem nefnist Hollywood Child. Þar segir hún að hún hafi átt stormasama fortíð, og meðal annarst átt í eldheitu ástarsambandi við Rock. Líf hennar hafi verið við það að hrynja þangað til „það að verða ófrísk að syni Chris bjargaði lífi hennar." Bowyer segist vilja gefa bókina út til að halda áfram baráttu sinni fyrir því að fá faðerni drengsins viðurkennt, en dómstólar í Georgíu hafa úrskurðað að Rock geti ekki átt neitt í barninu.

Lögfræðingar Rock segja havaríið augljósa markaðsbrellu til að selja bókina. „Þetta er ekki barn Chris Rock. Það hefur verið tekið fyrir af dómstólum, og sýnt fram á það með DNA prófi," er haft eftir lögfræðingi grínistans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.