Sprautunálar í Laugardal - þrjú sjónarhorn einnar manneskju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 24. september 2008 11:41 Jórunn Ósk Frímannsdóttir Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. Álits Jórunnar var leitað út frá öllum ofantöldum hlutverkum hennar og byrjað á íþróttafélagsformanninum. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Þróttar „Besta forvörnin er í rauninni sú að það sé fólk í dalnum, börnin fari þar um milli skóla og íþróttastarfs og nógu mikið sé af þeim," segir Jórunn og bætir því við að hvað sprautunálar á víðavangi snerti sé sá vandi engan veginn einskorðaður við Laugardalinn, þær finnist í raun út um allt. „Á leikskólunum er farið yfir svæðið á morgnana þegar fólk mætir vegna þess að þar hefur það ítrekað komið upp að sprautur og önnur verkfæri eiturlyfjaneytenda finnist," segir Jórunn enn fremur. Hún segir starfið hjá Þrótti vera með miklum blóma og aðstandendur félagsins horfi bjartsýnir fram á næsta ár. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi „Ég svara svo sem ekkert öðruvísi sem borgarfulltrúi," segir Jórunn. „Í mínum huga er þetta vandi sem við eigum við að glíma hér í borginni. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar um að það sé mikilvægt að koma ekki nálægt svona hlutum og láta vita af þeim. Við þurfum að passa næsta nágrenni barna okkar með tilliti til þessa," segir hún og nefnir í framhaldinu að aukin löggæsla sé ekki endilega lausnin heldur að fólk sé á ferli á svæðinu. „Ég fer með hundinn minn í göngutúra þarna á næstum hverjum degi og maður hefur visst eftirlit á sínu svæði og það er æskilegt að borgarbúar hafi það almennt." Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur „Það er mikilvægast að enginn komi nálægt þessum tækjum. Þetta eru nálar sem hafa farið inn í blóðrásarkerfi einstaklinga sem geta verið sýktir. Það allra mikilvægasta er því að koma ekki nálægt þessu heldur láta kyrrt liggja nema fólk sé með viðeigandi hlífðarbúnað eins og hanska og setji nálarnar þá beint í þar til gerð ílát," segir hjúkrunarfræðingurinn, borgarfulltrúinn og Þróttarformaðurinn að skilnaði. Tengdar fréttir Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Vísir náði tali af Jórunni Ósk Frímannsdóttur, formanni Knattspyrnufélagsins Þróttar, borgarfulltrúa og hjúkrunarfræðingi, vegna sprautunála og ónæðis í Laugardalnum sem fjallað var um á síðunni á föstudaginn. Hlekkur að þeirri frétt er hengdur neðan við þessa. Álits Jórunnar var leitað út frá öllum ofantöldum hlutverkum hennar og byrjað á íþróttafélagsformanninum. Jórunn Frímannsdóttir, formaður Þróttar „Besta forvörnin er í rauninni sú að það sé fólk í dalnum, börnin fari þar um milli skóla og íþróttastarfs og nógu mikið sé af þeim," segir Jórunn og bætir því við að hvað sprautunálar á víðavangi snerti sé sá vandi engan veginn einskorðaður við Laugardalinn, þær finnist í raun út um allt. „Á leikskólunum er farið yfir svæðið á morgnana þegar fólk mætir vegna þess að þar hefur það ítrekað komið upp að sprautur og önnur verkfæri eiturlyfjaneytenda finnist," segir Jórunn enn fremur. Hún segir starfið hjá Þrótti vera með miklum blóma og aðstandendur félagsins horfi bjartsýnir fram á næsta ár. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi „Ég svara svo sem ekkert öðruvísi sem borgarfulltrúi," segir Jórunn. „Í mínum huga er þetta vandi sem við eigum við að glíma hér í borginni. Við þurfum að fræða unga fólkið okkar um að það sé mikilvægt að koma ekki nálægt svona hlutum og láta vita af þeim. Við þurfum að passa næsta nágrenni barna okkar með tilliti til þessa," segir hún og nefnir í framhaldinu að aukin löggæsla sé ekki endilega lausnin heldur að fólk sé á ferli á svæðinu. „Ég fer með hundinn minn í göngutúra þarna á næstum hverjum degi og maður hefur visst eftirlit á sínu svæði og það er æskilegt að borgarbúar hafi það almennt." Jórunn Frímannsdóttir hjúkrunarfræðingur „Það er mikilvægast að enginn komi nálægt þessum tækjum. Þetta eru nálar sem hafa farið inn í blóðrásarkerfi einstaklinga sem geta verið sýktir. Það allra mikilvægasta er því að koma ekki nálægt þessu heldur láta kyrrt liggja nema fólk sé með viðeigandi hlífðarbúnað eins og hanska og setji nálarnar þá beint í þar til gerð ílát," segir hjúkrunarfræðingurinn, borgarfulltrúinn og Þróttarformaðurinn að skilnaði.
Tengdar fréttir Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01 Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Foreldrar brýni fyrir börnum að handfjatla ekki sprautunálar „Við höfum bent foreldrum á það og ég ítreka það hér að brýna það fyrir börnum sínum að vera ekki að handfjatla hluti eins og sprautur eða nálar heldur hafa strax samband við lögreglu. Við komum þá og tökum þessa hluti í okkar vörslu og eyðum þeim, 19. september 2008 12:01
Starfsfólk Laugarnesskóla ekki á nálum „Það er langt um liðið síðan við höfum fundið nálar á skólalóðinni,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, sem lætur fréttir af skálmöld og sprautunálum í Laugardalnum ekki raska ró sinni. 24. september 2008 12:28