Innlent

Árni stendur með foreldrum fatlaðra

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vita að aðstæður foreldra fatlaðra barna eru ,,víða erfiðar og við viljum standa með þeim."

Undanfarið hafa foreldrar og fagaðilar gagnrýnt yfirvöld fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og segja skort vera á úrræðum varðandi búsetu og atvinnu á Suðurnesjum.

Árni segir bæjarfélagið vera boðið og búið að koma til móts við einstaklingana og fjölskyldur þeirra þrátt fyrir að það sé ekki í verkahring bæjarfélagins samkvæmt lögum. Í dag skortir samræmingu á milli ólíkra aðila að mati Árna sem leggur áherslu á að málaflokkurinn færist alfarið yfir til sveitarfélaganna. Þannig telur hann að Reykjanesbær geti náði meiri árangri.

,,Við bindum vonir við að með nýrri ríkisstjórn og nýjum áherslum komist málið á hreyfingu. Þetta hefur snúist um greiðslur því það er ljóst að samhliða vandaðri þjónustu sem foreldrar eru að kalla eftir þarf aukið fjármagn að fylgja með málaflokknum. Um það þurfa samningarnir við ríkið að snúast," segir Árni.


Tengdar fréttir

Kerfið er á hraða snigilsins

Foreldraráðgjafi Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir að ástandið á svæðinu sé afar slæmt. ,,Kerfið er á hraða snigilsins og fylgir ekki eftir þörfinni hverju sinni."

Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu

Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×