Sport

Langat vann 1500 metra hlaup kvenna

Nancy Jebet Langat kemur hér fyrst í mark í 1500 metra hlaupinu.
Nancy Jebet Langat kemur hér fyrst í mark í 1500 metra hlaupinu.

Nancy Jebet Langat frá Kenía kom fyrst í mark í 1500 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Langat átti magnaðan endasprett og kláraði hlaupið á síðasta hringnum.

Iryna Lishchynska frá Úkraínu hafnaði í öðru sæti og landa hennar Nataliya Tobias hafnaði í þriðja sæti.

Fyrirfram var búist við því að Maryam Yusuf Jamal frá Barein myndi bera sigur úr býtum en hún varð bensínlaus þegar 300 metrar voru eftir og náði ekki einu sinni verðlaunasæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×