Lífið

Akon laug til um fangelsisvist

Saklausari en hann sýnist.
Saklausari en hann sýnist.
Rapparinn Akon skáldaði upp glæpaferil og fangelsisvist til að ganga í augun á aðdáendum sínum. Akon hefur lengi haldið því fram að hann hafi setið í fangelsi í fjögur ár fyrir bílaþjófnað og samið þar slagara á borð við ,,Locked Up". Þá hafi hann eitt sinn átt yfir höfði sér 75 ára fangelsisdóm fyrir að stýra glæpagengi.

Þetta er allt uppspuni, samkvæmt rannsóknum vefsíðunnar Smoking Gun. Aðstandendur síðunnar könnuðu dómsskjöl og lögregluskýrslur, og komust að því að Akon hefði verið handtekinn margoft, en einungis setið inni í fimm mánuði.

Talsmenn rapparans neita að tjá sig um málið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.