Erlent

Stálu díselolíu á Fjóni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fjórir menn voru handteknir nálægt Bogense á Fjóni í nótt þar sem þeir voru í óða önn að stela díselolíu úr tanki á olíubirgðastöð.

Notuðu mennirnir rafdrifna dælu sem knúin var tveimur stórum rafgeymum til að dæla olíunni úr tankinum. Þegar lögreglu bar að garði höfðu þjófarnir þegar dælt meira en þúsund lítrum af olíu í þrjá tanka sem þeir voru með á palli vörubíls. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem olíu er stolið á Fjóni og kannar lögregla nú hvort fjórmenningarnir eigi þátt í fleiri tilfellum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×