Erlent

Írar geta kosið aftur um Lissabon-sáttmálann

Engar lagalegar hindranir eru fyrir því að Írar haldi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann. Írar höfnuðu sáttmálanum í júní en hann er eins konar stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins og kom í stað stjórnarskrá þess sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum 2005.

Öll 27 ríki ESB þurfa að samþykkja Lissabon-sáttmálann svo hann öðlist gildi. Það er niðurstaða írskrar þingnefndar að engin lög banni það að aftur fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sama málið. Ríkisstjórn Írlands íhugar næstu skref í málinu en hart er lagt að Írum að endurskoða hug sinn. Írland er eina ríki ESB sem heldur þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×