Innlent

,,Það er búið að slá Bitruvirkjun af"

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri.

Ekkert verður af virkjun Bitru og vangaveltur um annað eru óþarfar, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. ,,Það er búið slá Bitruvirkjun af og það stendur á meðan að núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks fer með stjórn borgarinnar."

Orð Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur, varðandi Bitruvirkjun stangast á. Kjartan sagði í maí að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. Í Fréttablaðinu í dag segir hann að alls ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um Bitruvirkjun og stjórn Orkuveitunnar hafi ákveðið að doka við.

Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum 20. maí síðastliðinn tillögu um að hætta undirbúningi við Bitruvirkjun.

Ólafur vildi ekki tjá sig um orð Kjartans í Fréttablaðinu og þykir eðlilegt að hann tjái sig sjálfur um þau. ,,Það verður ekki rekinn fleygur á milli flokkanna. Stefna meirihlutans er skýr," segir Ólafur og bendir á ákveðið hafi verið samhljóma að hætta við Bitruvirkjun í stjórn Orkuveitunnar. ,,Þverpólitísk sjónarmið lágu á bak við þessa ákvörðun. Það var aðeins Framsóknarflokkurinn sem vildi eins og vanalega virkja helst hvað sem er."










Tengdar fréttir

Orð Kjartans stangast á

Kjartan Magnússon sagði í maí að áformum um virkjun Bitru yrði ekki haldið áfram á kjörtímabilinu. Í dag segir hann að alls ekki hafi verið fallið frá hugmyndum um Bitruvirkjun og stjórn Orkuveitunnar hafi ákveðið að doka við.

Kjartan ekki hættur við Bitruvirkjun

„Ekki hefur verið hætt við Bitruvirkjun heldur undirbúningi hætt meðan málið er skoðað betur,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.

Segir Kjartan tvístígandi

,,Kjartan er tvístígandi eins og í svo mörgu öðru. Ég átta mig ekki á því hvað hann er að boða," segir Svandís Svavarsdóttir varðandi yfirlýsingar Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, varðandi Bitruvirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×