Innlent

Fangi dæmdur fyrir vörslu fíkniefna

Piltur sem nú afplánar dóm í fangelsinu á Litla-Hrauni var í dag dæmdur í 250.000 króna sekt fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Fangaverðir fundu í fjögur skipti hass og amfetamín í fangaklefa piltsins.

1.ágúst 2007 fundust 0,35 grömm af hassi en 2,4 grömm fundust rúmum mánuði síðar. Í mars árið 2008 fundu fangaverðir 8,21 grömm af amfetamíni í hljómflutningstækjum við klefaleit hjá piltinum. Nokkrum mánuðum síðar fundust svo 14,40 grömm af amfetamíni sem ákærði hélt á í hægri lófa sínum er fangaferðir komu að.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×