Íslenski boltinn

Líklegt að Jónas Grani haldi áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jónas Grani og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Jónas Grani og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Mynd/Vilhelm

Jónas Grani Garðarsson, leikmaður FH, segir líklegt að hann haldi áfram í boltanum en hann verður samningslaus nú um áramótin.

„Ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun enn enda rétt að klára fagnaðarlætin," sagði hann en FH varð Íslandsmeistari nú í haust. „Ég er alveg rólegur enn. Ég tel þó meiri líkur en minni að ég haldi áfram."

Hann segir ekkert ljóst í þeim efnum hvort hann spili með FH eða fari til annars liðs.

Jónas Grani varð markakóngur í Landsbankadeildinni á síðasta ári er hann skoraði þrettán mörk fyrir Fram. Hann skoraði tvö mörk í þeim fimmtán leikjum sem hann kom við sögu í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×