Innlent

Kompás í kvöld: Sömu aðilar og fyrir tíu árum

Ólafur Egilsson.
Ólafur Egilsson.

Fyrir áratug, í tíð Finns Ingólfsonar þáverandi iðanðarráðherra, var kannaður möguleiki á því að reisa hér olíuhreinsistöð. Aðallega var horft til Reyðarfjarðar en áformunum var ýtt útaf borðinu þegar ákveðið var að einbeita sér að áliðju og stórvirkjun.

Á þessum tíma var Ólafi Egilssyni, þáverandi sendiherra, falið að athuga hug rússneskra aðila til þessara hugmynda auk þess sem sérfræðingur í olíumálum í Bandaríkjunum kannaði jarðveginn hjá fyrirtækjum vestanhafs.

Samstarfsaðili hins opinbera fyrir áratug var fyrirtækið MD-SEIS sem sagt var rússneskt/amerískt. Í forsvari þar var maður að nafni Boris Levin.

Ólafur Egilsson, sem nú er á eftirlaunum, er í forsvari fyrir Íslenskan hátækniiðnað ehf. Það fyrirtæki er í samstarfi við félagið Katamak-Nafta á Írlandi um þessi olíuhreinsitöðvaráform vestur á fjörðum. Katmak-Nafta á Írlandi er dótturfyrirtæki samnefnds fyrirtækis í Rússlandi en þar er það hluti af samstarfi þjónustufyrirtækja í olíuiðnaði undir heitinu Geostream Service Group (geostream.ru) .

Í Kompási í kvöld klukkan 21:50 er dregið fram að MD-SEIS er forveri Katamak-Nafta og er Boris Levin þar í forsvari. Í Kompási er einnig upplýst að þessi forveri Katmak-Nafta tengdist áralöngum dómsmálum í Bretlandi þar sem félagið var sakað um að vera þáttakandi í viðskiptafléttu sem fól í sér tilfærslu á hundruðum milljóna bandaríkjadala úr sjóðum rússneskra risaolíufyrirtækja inn á eigin einkareikninga stjórnenda þessara félaga. Skattaparadísir m.a. á Írlandi og útibú MD-SEIS í Panama koma þar við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×