Innlent

Öllu starfsfólki Ræsis sagt upp

Höfuðstöðvar Ræsis við Krókháls.
Höfuðstöðvar Ræsis við Krókháls.

Bílafyrirtækið Ræsir hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu frá og með næstum mánaðarmótunum. Hátt í 60 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að ekkert yrði af fyrirhuguðum kaupum Íshluta á Ræsi en fyrir tveimur vikum var tilkynnt að drög hefðu verið gerð um kaupinn.

Geir Zoëga, stjórnarformaður Ræsis, sagði að aðgerðirnar miði af því að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Óábyrgt hefði verið að fara ekki í þær nú. Geir sagði að endurskipuleggja verði fyrirtækið og eru uppsagnirnar liður í því. Hann vonast til þess að sem flestir starfsmenn yrðu endurráðnir.

Vísir náði ekki tali af Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, við vinnslu þessarar fréttar.


Tengdar fréttir

Nýir eigendur Ræsis

"Þetta er frágengið með ákveðnum fyrirvörum,“ segir Hjálmar Helgason spurður um hvort eigendaskipti hafi átt sér stað á Ræsi. Hjálmar verður framkvæmdastjóri Ræsis, en kaupandi er fyrirtækið Íshlutir í Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×