Viðskipti innlent

Nýir eigendur Ræsis

Nýir eigendur eru komnir með meirihlutaeign í bílaumboðinu Ræsi.
Nýir eigendur eru komnir með meirihlutaeign í bílaumboðinu Ræsi.
„Þetta er frágengið með ákveðnum fyrirvörum,“ segir Hjálmar Helgason spurður um hvort eigendaskipti hafi átt sér stað á Ræsi. Hjálmar verður framkvæmdastjóri Ræsis, en kaupandi er fyrirtækið Íshlutir í Mosfellsbæ.

„Við sjáum tækifæri í Ræsi sem snúa að frekari tekjudreifingu og svo búum við að þessari fasteign sem er á besta stað á Íslandi,“ segir hann, en kveður breytingar á starfsmannahaldi til skoðunar, enda sé augljóst að öll fyrirtæki búi sig undir breytta tíma.

Núverandi hluthafar í Ræsi koma til með að eignast hlut í eignarhaldsfélagi sem á Ræsi, Ræsi fasteignir, Vélval, Vélafl og Íshluti. Fyrri eigendur koma ekki til með að vera í stjórnunarstöðum í fyrirtækinu.

Hallgrímur Gunnarsson fráfarandi framkvæmdastjóri tekur sæti í stjórn félagsins en hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Markaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×