Viðskipti innlent

Fyrirhugað kaup á Ræsi ganga til baka

Höfuðstöðvar Ræsis við Krókháls.
Höfuðstöðvar Ræsis við Krókháls.

Ekkert verður af fyrirhuguðum kaupum Íshluta ehf. á Ræsi hf. Þetta staðfesti starfsmaður Íshluta í samtali við Vísi.

Fyrir tveimur vikum var tilkynnt að lögð höfðu verið drög að kaupunum. ,,Þetta er frágengið með ákveðnum fyrirvörum," sagði Hjálmar Helgason, framkvæmdastjóri og eigandi Íshluta, við Fréttablaðið 17. júlí. Hann sagði auk þess Íshluti sjá tækifæri með kaupum á Ræsi sem snéri að tekjudreifingu.

Upp er komin ný staða og ljóst að ekkert verður af fyrirhuguðum kaupum.

Ræsir hf. var stofnað 1942 og hefur um árabil meðal annars flutt inn Mercedes-Benz bifreiðar. Á seinasta ári opnaði fyrirtækið nýtt húsnæði undir starfsemi sína að Krókhálsi.

Hvorki náðist í Hjálm Helgason eða Hallgrím Gunnarsson, framkvæmdastjóra Ræsis, við vinnslu þessarar fréttar.




Tengdar fréttir

Nýir eigendur Ræsis

"Þetta er frágengið með ákveðnum fyrirvörum,“ segir Hjálmar Helgason spurður um hvort eigendaskipti hafi átt sér stað á Ræsi. Hjálmar verður framkvæmdastjóri Ræsis, en kaupandi er fyrirtækið Íshlutir í Mosfellsbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×