Innlent

Bíða niðurstöðu sérfræðinefndarinnar

Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.

Niðurstöðu sérfræðinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður beðið áður en teknar verða ákvarðanir um hvort Íslendingar sæki þangað um aðstoð, að sögn Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Hann er staddur er á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, en kemur heim á morgun. Árni segir að niðurstaðna sérfræðinefndarinnar sé ekki að vænta fyrr en seinnipart vikunnar. Hann segist hafa átt ágæta fundi með yfirmönnum sjóðsins í dag, en engin breyting hafi orðið á stöðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×