Íslenski boltinn

Jafntefli í leikjum 1. deildar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fjarðabyggð gerði markalaust jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík. Mynd/GG
Fjarðabyggð gerði markalaust jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík. Mynd/GG

Jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjum 1. deildarinnar í dag. Víkingur Ólafsvík og Fjarðabyggð gerðu markalaust jafntefli og þá varð 1-1 niðurstaðan í leik KS/Leifturs og Selfossar.

Agnar Þór Sveinsson kom KS/Leiftri yfir gegn Selfossi strax á fyrstu mínútu leiksins en Henning Eyþór Jónasson jafnaði fyrir Selfoss.

KS/Leiftur komst upp úr fallsæti með þessum úrslitum. Liðið hefur sex stig eins og Njarðvík en betri markatölu. Leiknismenn eru í neðsta sæti með fimm stig.

ÍBV er með fimm stiga forystu í deildinni þegar níu umferðum er lokið. ÍBV hefur 24 stig, Selfoss er með 19 stig og svo kemur Stjarnan í fjórða sæti með 17 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×